Fjóla Signý í 2. sæti í 400 m grind í Belgíu

IMG_4227
IMG_4227

Frjálsíþróttakonurnar Hafdís Sigurðardóttir og Fjóla Signý Hannesdóttir kepptu á laugardaginn á Grand Prix mótinu sem fram fór um helgina í Mouscron í Belgíu.

Fjóla Signý náði ágætum árangri. Hún hljóp 100 metra grindahlaup á 14,94 sek. í mótvind upp á 1,9 m/sek sem skilaði henni 4. sæti í keppninni. Þá keppti hún einnig í 400 metra grindahlaupi og hreppti þar 2. sætið á tímanum 62,75 sek. og fékk hún 100 evrur að launum í verðlaunafé. Axelle Dauwens varð í 1. sæti í hlaupinu en hún keppti nýverið á heimsmeistaramótinu sem haldið var í Rússlandi. Hafdís kom sá og sigraði í báðum keppnisgreinum sínum en hún keppti í langstökki og 200 metra hlaupi.

Fjóla Signý keppir næst í Bikarkeppni FRÍ sem haldið verður 30. og 31. ágúst í Laugardalnum. Þar verður hún í lykilhlutverki hjá HSK.