Fjóla Signý með 3038 stig eftir fyrri dag í sjöþraut

Fjóla Signý Hannesdóttir er með 3038 stig eftir fyrri dag í Evrópubikarkeppni landsliða í fjölþrautum.  Fjóla Signý byrjaði á því að hlaupa 100m grind á 14,61s, hún stökk 1,69m í hástökki, kastaði því næst kúlunni 9,87m sem er bæting um 14cm og að lokum hljóp hún 200m á 26,09s.  Fjóla SIgný er í 12 sæti eftir fyrri dag. Fjóla Signý á best 5041 stig í sjöþraut og var árangurinn þá örlítið betri eftir fyrri dag.  Á morgun eru það langstökk, spjótkast og 800m hlaup og töluverðar líkur eru á því að Fjóla Signý nái 5000 stigum í annað sinn. Linkur á mótið er : http://www.ribeirabrava2013.com/index.html