Fjóla Signý með 4933 stig í sjöþraut

Fjóla Signý Hannesdóttir, umf. Selfoss, hafnaði í 13.sæti í Evrópubikarkeppni landsliða í fjölþrautum sem haldin var í Madeira Portúgal um helgina.  Fjóla Signý náði 4933 stigum sem er næst besti árangur hennar. Hún stökk 5.38m í langstökki, kastaði spjótinu 25,98m og hlóp 800m á tímanum 2:19,56 mín.  Næsta verkefni Fjólu Signýjar verður keppni á Landsmóti UMFÍ á heimavelli. Þar mun hún taka þátt í 100m grindahlaupi, 400m grindahlaupi, 200m hlaupi, hástökki og langstökki auk boðhlaupa.