Fjöldi Selfyssinga á leið á EM

TeamGym 2014
TeamGym 2014

Landsliðsþjálfarar Íslands hafa tilkynnt lokahópinn fyrir EM í hópfimleikum sem fram fer í Laugardalshöllinni 15.-18. október.

Í blönduðu liði fullorðinna eiga Selfyssingar einn fulltrúa sem er Hugrún Hlín Gunnarsdóttir. Í blönduðu liði unglinga á Selfoss hvorki fleiri né færri en fjóra fulltrúa, þ.e. Eystein Mána Oddsson, Konráð Oddgeir Jóhannsson, Rikharð Atla Oddsson og Ölmu Rún Baldursdóttur. Auk þess er Selfyssingurinn Tanja Birgisdóttir einn af þjálfurum Íslands í blönduðu liði unglinga.

Þá eru Selfyssingarnir Eva Grímsdóttir og Rakel Nathalie Kristinsdóttir í kvennalandsliði Íslands, Aron Bragason er í blönduðu liði fullorðinna og Nadía Björt Hafsteinsdóttir er í blönduðu liði unglinga en þau eru öll uppalin í Fimleikadeild Selfoss.

Glæsilegur árangur hjá fimleikafólkinu okkar. Fólk er hvatt til að fjölmenna á mótið og hjálpa til við að mynda ógleymanlega stemningu í höllinni og hvetja fimleikafólkið okkar til dáða.