Fjórir Selfyssingar í hæfileikamótun HSÍ og Bláa lónsins

hæfileikamótun HSÍ
hæfileikamótun HSÍ

Fjórir Selfyssingar voru á dögunum valdir í hæfileikamótun HSÍ og Bláa lónsins sem fram fer helgina 28. febrúar til 1. mars nk. Þar æfa strákar og stelpur fædd árið 2006 og fá leikmenn smjörþefinn af því hvernig yngri landslið HSÍ æfa hverju sinni. Að þessu sinni voru þeir Birkir Óli Gunnarsson, Guðmundur Stefánsson, Jónas Karl Gunnlaugsson og Sesar Örn Harðarson valdir.

Þjálfarar eru þau Halldór Jóhann Sigfússon og Rakel Dögg Bragadóttir.

Frétt af vef HSÍ


Mynd: Jónas Karl Gunnlaugsson, Sesar Örn Harðarson og Guðmundur Stefánsson (á myndina vantar Birki Óla Gunnarsson).
Umf. Selfoss / ÁÞG