Fjörugar lokamínútur gegn FH

Dagný og Gumma
Dagný og Gumma

Selfoss og FH gerðu jafntefli í Pepsi deildinni í gær en síðustu fimmtán mínútur leiksins voru afar fjörugar.

Markalaust var í hálfleik hjá liðunum og langt inn í seinni hálfleik. Alexa Gaul sá til þess að staðan hélst óbreytt þegar hún varði vítaspyrnu FH-inga glæsilega á 67. mínútu. Það dugði þó ekki til því að tíu mínútum síðar komst FH yfir.

Þá fyrst vöknuðu heimakonur og jafnaði Dagný Brynjarsdóttir metin með skalla á 83. mínútu og undir blálok leiksins leit út fyrir að Guðmunda Brynja Óladóttir hefði tryggt stelpunum okkar sigurinn með marki úr vítaspyrnu.

Allt kom þó fyrir ekki og FH náði að jafna leikinn skömmu síðar og lokatölur því 2-2.

Að loknum átta leikjum er Selfoss í sjötta sæti Pepsi deildarinnar með 13 stig. Næsti leikur var gegn Val á Vodafone-vellinum á þriðjudaginn 15. júlí.

Ítarlega er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

---

Gumma og Dagný eru næstmarkahæstar í Pepsi deildinni.
Mynd: Umf. Selfoss/Gissur