Forsetinn bauð UMFÍ til Bessastaða

heimsokn-til-forsetans
heimsokn-til-forsetans

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð fulltrúum aðildarfélaga Ungmennafélags Íslands í heimsókn á Bessastaði í tilefni af Alþjóðlegum degi sjálfboðaliðans, í gær mánudaginn 5. desember en degi sjálfboðaliðans var fagnað víða um heim.

Sex fulltrúar HSK voru í hópi rúmlega þrjátíu fulltrúar aðildarfélaga UMFÍ sem gátu komið í boðið á Bessastöðum. Starfsemi UMFÍ er borin uppi af sjálfboðaliðum, hvort heldur eru Landsmót UMFÍ 50+, árlegt Unglingalandsmóti sem margir þekkja, Hreyfivika UMFÍ og margar uppákomur og viðburðir á vegum aðildarfélaga UMFÍ um land allt með ræktun lands og lýðs að leiðarljósi.

Selfyssingurinn Örn Guðnason, varaformaður UMFÍ, og Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, afhentu forseta Íslands fallegar gjafir í heimsókninni.

Sjá nánar í frétt á vefsíðu UMFÍ.

---

Fulltrúar HSK ásamt Guðna forseta. F.v. eru Guðmundur Jónasson, Guðmundur Kr. Jónsson, Engilbert Olgeirsson, Örn Guðnason, Guðríður Aadnegard og Olga Bjarnadóttir.
Ljósmynd: UMFÍ