Frábær árangur á bikarmóti TKÍ

Bikarmót TKÍ var haldið í Íþróttamiðstöðinni Austurbergi í Breiðholti dagana 21.-22. janúar sl. Taekwondodeild Umf. Selfoss sendi 30 keppendur til leiks sem stóðu sig frábærlega. Af þeim voru tveir sem æfa með deildinni á Hellu (H). Selfosskrakkarnir skiluðu 26 verðlaunum í hús. Auk þess voru Lilja Hrafndís Magnúsdóttir og Þorvaldur Óskar Gunnarsson valin keppendur mótsins. Árangur Selfossliðsins var eftirfarandi:

SPARRING:

Cadet (að 12 ára aldri)
Nikulás G. Torfason, gull
Birgitta Tommysdóttir Skille, silfur
Sindri Bjarnfriður Víðisson, gull
Sigurður Gísli Christensen, gull
Bjarni Snær Gunnarsson, silfur
Sigurgrímur Vernharðsson, brons
Heiðar Óli Guðmundsson (H), brons
Aron Birkir Guðmundsson (H), silfur
Gillý Ósk Gunnarsdóttir, brons
Rúnar Baldursson, gull
Ísak Máni Þráinsson, brons
Þórarinn Helgi Jónsson, brons
Jón Marteinn Arngrímsson, silfur

Minior (12 til 14 ára)
Davíð Arnar Pétursson, brons
Dagný María Pétursdóttir, silfur
Lilja Hrafndís Magnúsdóttir, gull
Ívar Ragnarsson, brons

Junior (15 til 18 ára)
Daníel Bergur Ragnarsson, brons
Birgir Viðar Svansson, gull

Senior (18+)
Daníel Jens Pétursson, silfur
Þorvaldur Óskar Gunnarsson, brons
Alexander Kristmannsson, gull
Vala Hauksdóttir, silfur

Superior (30+)
Víðir Reyr Björgvinsson, silfur

POOMSAE:

Minior (12 til 14 ára)
Dagný María Pétursdóttir, silfur
Lilja Hrafndís Magnúsdóttir, brons

Superior (30+)
Guðrún Halldóra Vilmundardóttir, silfur