Frábær leikur hjá Selfoss 2

Selfoss 2 í 3. flokki mætti A-liði FH í gær í Kaplakrika. Fyrir leikinn voru FH-ingar lang efstir í 2. deildinni og höfðu unnið alla sjö leiki sína með minnst 10 marka mun. Selfyssingar léku frábærlega í leiknum og áttu góða möguleika á að vinna leikinn. FH-ingar kláruðu hins vegar leikinn á seinustu mínútunum og sigruðu 22-20.

Selfyssingar börðust allt frá byrjun og komust í 4-5. FH náði þá forystunni og leiddi 10-9 í hálfleik. Okkar menn neituðu að gefast upp og jafnræði allan síðari hálfleikinn. Þegar þrjár mínútur lifðu leikinn var jafnt 20-20. Smáatriðin féllu FH í hag á lokamínútunum og gerðu þeir tvö seinustu mörkin.

Varnarleikur Selfyssinga var frábær heilt yfir í leiknum. Hann gaf liðinu möguleika á að vinna sterkt FH lið í þessum leik. Hugarfar leikmanna og vilji var til fyrirmyndar en þessi leikur sýnir að Selfoss getur staðið sig gegn hvaða liði sem er ef þeir eru rétt stemmdir.

Áfram Selfoss