Frábær sigur á móti Fylki

IMG_0179-resize23
IMG_0179-resize23

Meistaraflokkur kvenna vann góðan sigur á Fylki um helgina. Selfoss byrjaði leikinn betur en jafnt var á flestum tölum seinni hluta fyrri hálfleiks. Þegar flautað var til leikhlés var staðan 14-14. Heimastelpur komu vel stemmdar inn í seinni hálfleikinn og voru alltaf skrefinu á undan Fylki. Mestur var munurinn sex mörk en leik lauk með fjögurra marka sigri Selfoss, 26-22. Liðsheildin skóp þennan sigur en liðið var að spila vel í sókn og vörn. Áslaug stóð sig vel í markinu með sterka vörn fyrir framan sig og varði samtals 21 skot í leiknum.

Carmen Palamariu var markahæst í liði Selfoss með 6 mörk en það var gaman að sjá hvað henni gekk vel þar sem fyrir leik var óvíst hvort hún gæti spilað vegna meiðsla. Aðrir markaskorarar voru Hrafnhildur Hanna með 5 mörk, þar af 3 úr víti. Thelma Sif með 4 mörk, Elena og Kara Rún með 3 hvor og Perla Ruth með eitt mark.

Áslaug var með 21 skot varin og Katrín Ósk varði eitt víti.

Á mynd: Áslaug Ýr Bragadóttir