Fyrsti leikur Selfoss á Ragnarsmótinu í kvöld

Ragnarsmótið2014
Ragnarsmótið2014

Ragnarsmótið hófst í gær þegar Stjarnan hafði sigur á HK 25-21 og Valur sigraði Gróttu örugglega, 33-13.

Selfyssingar spila sinn fyrsta leik á mótinu í kvöld, fimmtudaginn 4. september klukkan 20:00, á móti Stjörnunni. Í vor háðu þessi tvö lið baráttu um laust sæti í úrvalsdeildinni og hafði Stjarnan þá betur. Það verður gaman að sjá þessi lið aftur inn á vellinum og er fólk hvatt til að fjölmenna á pallana og hvetja okkar unga og efnilega lið.

Ragnarsmótið er nú haldið í 25. skipti og hefur verið unnið í samvinnu við fjölskyldu Ragnars heitins og VÍS sem hefur styrkt mótið frá upphafi. Að venju fóru leikmenn mfl. karla í kirkjugarðinn að leiði Ragnars fyrir fyrsta leik mótsins. Meðfylgjandi mynd er af leikmönnum, ásamt þjálfara og Brynju systir Ragnars.

Nánar um úrslit leikja og stöðuna á mótinu.