Fyrsti tapleikur Selfyssinga

Olísdeildin
Olísdeildin

Selfoss tók á móti Gróttu í níundu umferð Olísdeildarinnar á laugardag. Fyrir leikinn höfðu stelpurnar okkar ekki tapað á heimavelli í vetur. Það átti eftir að breytast því að Grótta var betri aðilinn allan leikinn og frá upphafi var ljóst hvert stefndi.

Grunnurinn var lagður í fyrri hálfleik en að honum loknum var staðan 11-17. Í síðari hálfleik innsigluðu Gróttustelpur sanngjarnan tólf marka sigur 21-33.

Markahæstar Selfyssinga voru Hrafn­hild­ur Hanna Þrast­ar­dótt­ir og Kristrún Steinþórs­dótt­ir með fimm mörk, Mar­grét Katrín Jóns­dótt­ir og Car­men Palam­ariu skoruðu þrjú, Þuríður Guðjóns­dótt­ir tvö, Hild­ur Öder Ein­ars­dótt­ir, Thelma Sif Kristjáns­dótt­ir og Perla Ruth Al­berts­dótt­ir eitt mark hver. Áslaug Ýr varði átta skot í markinu (32%) og Katrín Ósk sjö (32%).

Stelpurnar eru nú í áttunda sæti deildarinnar með 7 stig. Næsti leikur Selfyssinga er á útivelli gegn ÍR laugardaginn 22. nóvember kl. 16:00 og er það jafnframt síðasti leikur stelpnanna fyrir langt jólafrí í Olísdeildinni.