Fyrsti titillinn í hús á Íslandsmóti unglinga í hópfimleikum

IMG_4405
IMG_4405

Selfossstúlkur í 4.flokki A-deild gerðu sér lítið fyrir og nældu sér í Íslandsmeistaratitil.  Þær gerðu svakalega gott og öruggt mót og voru efstar á öllum áhöldum.  Lið Selfoss 2 sem keppti í 4.flokki B-deild áttu líka mjög flott mót og sigruðu sína deild með nokkrum yfirburðum.  Lið Selfoss 3 sem einnig keppti í B-deild enduðu í 6.sæti og lið Selfoss 4 sem kepptu í C-deild enduðu í 5. sæti. Frábært mót hjá þessum stúlkum.  Keppnin heldur áfram nú í dag í 3. flokki en þar tefla Selfyssingar tveimur liðum fram. Einu liði í A-deild og einu liði í B-deild.  Hægt er að fylgjast með framvindu mála inná score.sporteventsystems.se

 

Selfoss 1 Íslandsmeistarar í A-deild

Selfoss 2, 3 og 4 eftir keppni morgunsins

Lið Selfoss 4

Lið Selfoss 3

Lið Selfoss 2 sigurvegarar í B-deild

Íslandsmeistarar í 4.flokki 2015