Góð byrjun hjá 2. flokki karla

Selfoss merki
Selfoss merki

Annar flokkur karla í handbolta byrjar tímabilið vel. Þeir hafa nú lokið þremur leikjum af fimm í forkeppninni og unnið þá alla. Eftir forkeppni ræðst í hvaða deild lið spila í vetur og að sjálfsögðu stefna okkar strákar á að spila í efstu deild.

Strákarnir spiluðu tvo leiki í síðustu viku. Fyrst sóttu þeir Stjörnuna heim og lauk þeim leik með sigri Selfoss, 30 – 33. Svo unnu þeir Hauka í Hafnarfirði með minnsta mögulega mun, 28 – 29 og í gærkvöldi var svo fyrsti heimaleikur þeirra þegar Fjölnir kom í heimsókn. Þann leik leiddu Selfyssingar allan tímann en Fjölnismenn börðust vel og létu heimamenn hafa fyrir sigrinum. Lokatölur urðu 31 – 27 fyrir Selfoss.

Um næstu helgi halda strákarnir til Vestmannaeyja þegar þeir mæta liði ÍBV.

Nánar um stöðuna og næstu leiki hjá 2. flokki má sjá á heimasíðu HSÍ.