Góður árangur á afmælismóti JR

Selfyssingarnir Elías Ívarsson með hvítt belti og Franz Smárason með rautt belti í glímu.
Selfyssingarnir Elías Ívarsson með hvítt belti og Franz Smárason með rautt belti í glímu.

Þann 11. október sl. var afmælismót Júdófélags Reykjavíkur (JR) haldið í tilefni þess að félagið verður 60 ára á árinu.

Júdódeild Selfoss fór með tuttugu keppendur að þessu sinni og voru næstfjölmennusta félagið á eftir heimamönnum frá JR.

Yngstu keppendurnir voru 7 ára og elstu 13 ára, þau stóðu sig virkilega vel og unnu átta gull, sex silfur og fimm bronsverðlaun.