Góður árangur á haustmóti FSÍ

Fimleikar Selfoss 1
Fimleikar Selfoss 1

Haustmót Fimleikasambandsins var haldið á Akranesi síðastliðna helgi. Fimleikadeild Selfoss átti tíu lið á mótinu en alls tóku 67 lið þátt eða um 800 keppendur. Keppt var í tíu mismunandi flokkum og stóðu Selfosskrakkar sig með glæsibrag.

Helstu úrslit urðu að lið Selfoss í 1. flokki hafnaði í 4. sæti með 44,400 stig en þær voru að keyra mjög mikinn erfiðleika í fyrsta skipti og gekk vel.

í 2. flokki blandaðra liða varð Selfoss mix í 2. sæti eftir flottar æfingar og í 3. flokki blandaðra liða sigraði Selfoss mix með yfirburðum.

Í 3. flokki kvenna varð lið Selfoss A í 3. sæti og lið Selfoss B í 7. sæti sem verður að teljast frábær árangur því alls tóku 19 lið þátt í 3. flokki kvenna. Í 4. flokki kvenna varð lið Selfoss A í 4. sæti og lið Selfoss B í 5. sæti og ungu og efnilegu stelpurnar í Selfoss C enduðu í 10. sæti en þetta var næst fjölmennasti keppnisflokkurinn með 18 liðum í heildina.

Í drengjakeppninni yngri voru fjögur lið mætt til keppni og átti Selfoss toppliðin en Selfoss A tók fyrsta sætið og Selfoss B annað sætið. Gaman er að segja frá því að Fimleikadeild Selfoss átti mestan fjölda karlkeppenda á mótinu og ekki skemmdi fyrir hversu öflugir þeir eru að verða.

Öll úrslit mótsins má finna á heimasíðu Fimleikasambandsins.

Mótið gekk í heildina vel og keppendur og þjálfarar búnir að fá nasaþefinn af keppni komandi tímabils en næsta mót er Bikarmótið í hópfimleikum í Gerplu 26.-28. febrúar 2016.

---

Ljósmyndir frá þjálfurum og foreldrum.

Fimleikar Selfoss 1 Fimleikar Selfoss 4 Fimleikar Selfoss 6 Fimleikar Selfoss 7 Fimleikar Selfoss 9 Fimleikar Selfoss 22 Fimleikar Selfoss 23 Fimleikar Selfoss mix 2 Fimleikar Selfoss mix 3