Góður árangur á Klaustri

guðbjartur-klaustur
guðbjartur-klaustur

Laugardaginn 24. maí fór fram stærsta endurokeppni ársins á Ásgarði rétt utan við Kirkjubæjarklaustur þar sem nálægt þrjúhundruð þáttakendur kepptu í níu mismunandi flokkum auk þess sem að haldin var sérstök keppni fyrir krakka á 85-150 cc hjólum. Fjölmargir þáttakendur voru frá Mótokrossdeild Umf. Selfoss og var árangurinn nokkuð góður þegar upp var staðið.

Fyrst ber að nefna að Elmar Darri Vilhelmsson sigraði krakkakeppnina nokkuð örugglega. Framan af var Arnar Ingi Júlíusson framarlega en hann lenti í því að hjólið bilaði hjá honum og dró hann sig í hlé.

Í keppni eldri keppenda er tvímenningskeppnin oft talin vera aðalkeppnin og þar sigraði einnig liðsmaður og þjálfari Umf. Selfoss Guðbjartur Magnússon ásamt félaga sínum Haraldi Björnssyni. Aðrir félagar Umf. Selfoss voru almennt ofarlega á blaði í sínum flokkum en flestir taka þó þátt á Klaustri sér til skemmtunar.

as

---

Elmar (fyrir neðan) og Guðbjartur á fljúgandi siglingu.
Myndir: Umf. Selfoss/Sverrir Jónsson

elmar-klaustur