Góður árangur á Unglingamóti HSK og Aldursflokkamóti HSK

hsk-mot2_2013
hsk-mot2_2013

Aldursflokkamót HSK og Unglingamót HSK fóru bæði fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal sunnudaginn 6. janúar sl. Góður árangur náðist í nokkrum greinum á Unglingamóti HSK 15–22 ára, sem gefur góð fyrirheit um nýhafið og annasamt frjálsíþróttaár. Tímatökutækin í höllinni voru ekki í lagi þennan dag og voru tímar í nokkrum hlaupagreinum ekki marktækir. Er þeirra því ekki getið í úrslitum. Selfoss vann stigakeppni félaga örugglega. Þjótandi, sameinað lið Baldurs, Vöku og Samhygðar, varð í öðru sæti og Garpur í því þriðja. 

Metþátttaka var á Aldursflokkamóti 11-14 ára sem var haldið í fjórða sinn í röð í Laugardalshöllinni. Krakkarnir náðu ágætum árangri, þó engin HSK-met hafi verið slegin. Því miður voru tímatökutækin í höllinni ekki í lagi þennan dag. Því eru tímar sem eru gefnir upp í flokkum 11–12 ára ekki réttir. Aðrir tímar eru í lagi. Úrslit má sjá á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins www.fri.is undir mótaforrit. 

-ög