Góður árangur á Vormóti JSÍ

Júdó - Alexander Kuc
Júdó - Alexander Kuc

Vormót fullorðinna fór fram 20. mars í húsnæði Júdófélags Reykjavíkur. Keppendur frá Selfossi sýndu góð tilþrif og unnu til verðlauna í þremur flokkum.

Böðvar Arnarson varð í öðru Sæti í -90 kg, Alexander Kuc varð annar í -66 kg, Jakub Tomczyk varð í þriðja sæti í -73 kg og Vésteinn Bjarnason varð fjórði -66 kg.

Umf. Selfoss/GS

---

Á mynd með frétt er Alexander Kuc (t.v) sem varð í öðru sæti.
Á mynd fyrir neðan er Jakub Tomczyk (2. f.h.) sem varð í þriðja sæti.
Ljósmyndir: Umf. Selfoss