Góður sigur í toppbaráttunni

Magdalena Anna Reimus - GKS
Magdalena Anna Reimus - GKS

Selfoss vann gríðarlega mikilvægan sigur á HK/Víkingi í toppbaráttu 1. deildar kvenna í knattspyrnu á Selfossvelli í gær. Lokatölur urðu 2-1.

Gestirnir komust yfir á 13. mínútu með marki beint úr hornspyrnu. Það var ekki fyrr en á lokaandartökum fyrri hálfleiks að Selfyssingar jöfnuðu þegar Magdalena Anna Reimus skoraði eftir vel útfærða hornspyrnu.

Sigurmark Selfyssinga kom á 67. mínútu þegar Kristrún Rut Antonsdóttir skallaði hornspyrnu Magdalenu í netið.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Með sigrinum minnkaði Selfoss forskot HK/Víkings niður í eitt stig og toppliðs Þróttar niður í tvö stig. Þróttur hefur 22 stig í efsta sæti, HK/Víkingur 21 og Selfoss 20 í 3. sæti. Næsti leikur er á JÁVERK-vellinum þegar stelpurnar taka á móti Víkingum frá Ólafsvík föstudaginn 21. júlí klukkan 19:15.

---

Magdalena átti þátt í báðum mörkum Selfoss. Skoraði það fyrra og átti stoðsendingu í sigurmarkinu.
Ljósmynd: Sunnlenska.is/Guðmundur Karl Sigurdórsson