Gott stig til Selfyssinga

Knattspyrna - Brenna Lovera
Knattspyrna - Brenna Lovera

Selfoss og Þróttur gerðu 2-2 jafntefli í Pepsi Max deildinni í gær. Leikurinn fór fram á JÁVERK-vellinum á Selfossi.

Brenna Lovera kom Selfyssingum yfir á 12. mínútu eftir langa sendingu fram frá Susanne Friedrichs. Bæði lið skiptust á að koma sér í ágætis færi í fyrri hálfleiknum en það voru Þróttarar sem náðu inn jöfnunarmarkinu með seinustu spyrnu hálfleiksins.

Brenna var ekki lengi að koma Selfyssingum yfir í síðari hálfleik með marki á 51. mínútu. Þróttarar jöfnuðu hins vegar aftur undir lok hálfleiksins og liðin urðu því að sættast á skiptan hlut.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is

Selfoss er í fimmta sæti með 19 stig, jafnmörg og Þróttur en sæti neðar með slakari markatölu. Næsti leikur liðsins gegn Fylki í Árbænum á miðvikudag kl. 19:15.

Umf. Selfoss

---

Brenna skoraði bæði mörk Selfoss.
Ljósmynd: Fótbolti.net/Arnar Helgi Magnússon