Grétar Ari valinn í landslið Íslands ásamt þremur öðrum Selfyssingum

handbolti-gretar-ari-gudjonsson
handbolti-gretar-ari-gudjonsson

Grétar Ari Guðjónsson, markvörður Selfyssinga, er einn þriggja nýliða í landsliðshóp Íslands sem Geir Sveinsson landsliðsþjálfari valdi fyrir leikina gegn Tékklandi og Úkraínu í undankeppni EM í handbolta 2018.

Þrír aðrir Selfyssingar eru í hópnum. Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Aarhus Håndbold er nýliði líkt og Grétar Ari en einnig voru Janus Daði Smárason, leikmaður Hauka og Bjarki Már Elísson, leikmaður Füchse Berlín valdir í hópnum.

Ísland hef­ur leik miðviku­dag­inn 2. nóv­em­ber þegar liðið mæt­ir Tékklandi í Laug­ar­dals­höll kl. 19:30. Þá held­ur liðið til Úkraínu og leik­ur þar við heima­menn laug­ar­dag­inn 5. nóv­em­ber kl. 16:00.

---

Grétar Ari er að stíga sín fyrstu skref með A-landsliði Íslands.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/JÁE