Guðmundur Axel í byrjunarliði U-17ára liðs Íslands

islandu17
islandu17

Íslenska U17 landsliðið á leik gegn Skotum í dag en leikurinn fer fram á UEFA mótinu sem er nú í gangi ytra.

Mótið fer fram í Skotlandi en Ísland tapaði fyrsta leik keppninnar gegn Austurríki eftir vítakeppni.

Skotland vann Króatíu á sama tíma í fyrsta leik og munu liðin nú mæta hvor öðru í hádeginu.

Leikurinn hefst klukkan 12:30 á íslenskum tíma og má sjá byrjunarlið okkar manna hér fyrir neðan.

Byrjunarlið Íslands gegn Skotlandi

Markmaður: Sigurjón Daði Harðarson

Varnarmenn: Helgi Jónsson, Guðmundur Axel Hilmarsson, Finnur Tómas Pálmason, Egill Darri Þorvaldsson

Miðjumenn: Karl Friðleifur Gunnarsson, Ísak Snær Þorvaldsson (F), Sölvi Snær Fodilsson, Kristall Máni Ingason, Atli Barkarson

Sóknarmaður: Andri Lucas Guðjohnsen