Halla Helgadóttir í Selfoss

halla_helgadottir
halla_helgadottir

Knattspyrnudeild Selfoss hefur gert þriggja ára samning við Höllu Helgadóttur, sem kemur til félagsins frá Hetti á Egilsstöðum.

 

Halla, sem er sextán ára miðjumaður, var valinn efnilegasti leikmaður Hattar á síðasta keppnistímabili. Hún lék fjórtán leiki síðasta sumar með Fjarðabyggð/Hetti/Leikni í 2. deildinni og skoraði í þeim fimm mörk. Á síðasta ári var hún í fyrsta sinn valin í landsliðshóp og lék tvo leiki með U17 ára liði Íslands.

 

„Þó að Halla sé ung að árum þá er hún komin með ágætis meistaraflokksreynslu og verður góð viðbót við hópinn okkar. Þetta er mjög spennandi leikmaður sem á framtíðina fyrir sér og það verður gaman að vinna með henni á Selfossi,“ segir Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Selfoss.

 

Halla og Svava Svavarsdóttir, stjórnarkona, handsala samninginn í félagsheimilinu Tíbrá.

Ljósmynd/Selfoss