Hanna í A-landsliðið

Hanna stjórnar leik Íslands U20
Hanna stjórnar leik Íslands U20

Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hefur verið valin í landsliðshóp Íslands fyrir leikina í forkeppni HM 2015 við Ítalíu og Makedóníu. Hanna er nýliði í hópnum en hún á að baka fjölda landsleikja með yngri landsliðum Íslands.

Liðið heldur af stað mánudaginn 24. nóvember til Kaupmannahafnar, æfir þar og gistir í eina nótt áður en liðið leggur af stað til Ítalíu á þriðjudeginum. Liðið mætir Ítölum í Chieti fimmtudaginn 27. nóvember kl. 17.00. Sunnudaginn 30. nóvember kl. 16.00 mæta Ítalir í Laugardalshöllina í síðari leik liðanna.

Ísland mætir Makedóníu miðvikudaginn 3. desember kl. 19.30 í Laugardalshöll. Daginn eftir heldur íslenska liðið af stað til Makedóníu þar sem síðari leikur liðanna fer fram í Skopje laugardaginn 6. desember kl. 16.45.

Glæsilegur árangur hjá Hönnu og rós í hnappagat handknattleiksdeildarinnar og blómlegs íþróttastarfs hjá Umf. Selfoss.