Haukar Ragnarsmótsmeistarar 2020

DSC05217
DSC05217

Haukar sigruðu Aftureldingu með sex mörkum, 21-27, í úrslitaleik Ragnarsmótsins og eru því sigurvegarar Ragnarsmóts karla 2020!

Jafnt var á öllum tölum í byrjun leiks en undir lok fyrri hálfleiks náðu Haukar tveggja marka forskoti, 8-10, í markalitlum hálfleik. Afturelding náði síðan að jafna í 10-10 en Haukar sigu hægt og rólega fram úr og voru fljótlega komnir með þriggja til fjögurra marka forystu. Sigur Haukamanna var aldrei í hættu og lokatölur, 21-27.

Mörk Aftureldingar: Guðmundur Árni Ólafsson 5, Þorsteinn Gauti 4, Bergvin Þór Gíslason 4, Birkir Benediktsson 2, Brynjar Sigurjónsson 1, Gunnar Malmquist 1, Úlfar Páll Monsi 1, Þorsteinn Leó 1, Sveinn Andri Sveinsson 1, Sveinn José Rivera 1.

Varin skot: Brynjar Sigurjónsson 6 (21%) og Bjarki Snær Jónsson 1 (17%).

Mörk Hauka: Tjörvi Þorgeirsson 6, Orri Freyr Þorkelsson 4, Kristófer Máni Jónasson 3, Geir Guðmundsson 3, Þráinn Orri Jónsson 2, Jón Karl Einarsson 2, Atli Már Báruson 2, Adam Haukur Baumruk 1, Guðmundur Ásþórsson 1, Heimir Óli Heimisson 1, Jakob Aronsson 1, Ólafur Ægir Ólafsson 1.

 

Varin skot: Andri Sigmarsson Scheving 6 (43%) og Björgvin Páll Gústafsson 6 (32%)

 

Við skulum renna þá yfir úrslit Ragnarsmóts karla 2020 og hvaða leikmenn hafa unnið sér inn þau einstaklingsverðlaun mótsins:

 

1. sæti: Haukar

2. sæti: Afturelding

3. sæti: ÍBV

4. sæti: Selfoss

5. sæti: Fram

6. sæti: Stjarnan

 

Markahæstur: Guðmundur Árni Ólafsson - 19 mörk (Afturelding)

Markmaður mótsins: Lárus Helgi Ólafsson (Fram)

Varnarmaður mótsins: Adam Haukur Baumruk (Haukar)

Sóknarmaður mótsins: Tjörvi Þorgeirsson (Haukar)

Besti leikmaðurinn: Atli Ævar Ingólfsson (Selfoss)


Mynd: Úr leik Hauka og Aftureldingu í dag. 
Umf. Selfoss / ÞRÁ