Haukar sigruðu Ragnarsmót karla

DSC06462
DSC06462

Haukar sigruðu Fram í úrslitaleik Ragnarsmóts karla, en mótinu lauk á laugardaginn s.l. Selfoss endaði í 4. sæti eftir tap gegn ÍBV. Þá sigraði Stjarnan Aftureldingu í leik um 5. sætið.

Haukar tóku fljótt yfirhöndina gegn Fram og það var ljóst í hvað stefndi. Þeir höfðu 11 marka forystu í hálfleik, 17-6 og leiknum lauk með sjö marka sigri Hauka, 27-20. 

Þá mættust Selfoss og ÍBV í Suðurlandsslag um 3. sætið. Leikurinn var jafn framan af og staðan í hálfleik 16-16. ÍBV náði forskoti í upphafi seinni hálfleiks og hélt því til leiksloka en lokatölur urðu 30-25. Þá sigraði Stjarnan Aftureldingu í leiknum um 5. sætið, 31-26. Stjarnan var með tveggja marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 15-13 og voru með höld og taglir í seinni hálfleik, lokatölur 31-16.

Darri Aronsson úr Haukum var valinn besti leikmaður mótsins. Þá var Stefán Darri Þórsson úr Fram valinn besti varnarmaðurinn og Tjörvi Þorgeirsson úr Haukum besti sóknarmaðurinn. Petar Jokanovic úr ÍBV var valinn besti markmaðurinn. Ragnar Jóhannsson, leikmaður Selfoss, var markahæsti maður mótsins með 15 mörk.

Við óskum Haukum hjartanlega til hamingju með titilinn og leikmönnum til hamingju með viðurkenningarnar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd: Darri Aronsson var valinn leikmaður mótsins. Hann var frábær bæði varnarlega og sóknarlega og skoraði m.a. 8 mörk. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd: Meistaraflokkur karla við leiði Ragnars Hjálmtýssonar, en mótið er haldið í minningu hans.