Haustmót 1 í hópfimleikum og stökkfimi

Um helgina fór fram fyrsta mót tímabilsins hjá yngri flokkum í hópfimleikum og stökkfimi.
Mótið var í umsjá Aftureldingar og var vel að öllu staðið bæði í umgjörð og skipulagningu. Selfoss sendi fjögur lið til keppni, þrjú stúlknalið í 4. flokki og eitt drengjalið í stökkfimi yngri.

Stúlkurnar í 4.flokki eru fæddar 2013-2014 og eru því á yngra og eldra ári í flokknum. Liðin sýndu glæsilegar æfingar og var gaman að sjá hve mikil gleði var meðal keppenda. Það verður spennandi að fylgjast áfram með þeim.

Úrslit voru eftirfarandi:

Selfoss Bleikur 4. sæti

Selfoss Rauður 16. sæti

Selfoss Fjólublár 27. sæti

Drengirnir í stökkfimi eldri eru fæddir 2014.

Þeir sýndu glæsilegar æfingar á dýnu og trampólíni að þessu sinni og stefna á að keppa einnig í gólfæfingum á næstu mótum. Strákarnir eru í miklum framförum og erum við mjög spennt að fylgjast með þeim eflast áfram í greininni.

Úrslit voru eftirfarandi:

Dýna 2. sæti

Trampólín 2. sæti