Stórleikur gegn FH á föstudag

Selfoss - FH auglýsing
Selfoss - FH auglýsing

Eftir frábæran sigur meistaraflokks karla á Val, mánudaginn s.l. er komið að næsta slag.

Selfoss mætir FH, föstudaginn 1.mars. Liðin eru í 2-4. sæti ásamt Val með 4 stig og ljóst að liðið sem ætlar sér að vera með í toppbaráttunni þarf á sigri að halda. Flautað verður til leiks í Hleðsluhöllinni kl 20:00

Fjörið hefst í Selinu kl 18:00 þar sem fírað verður upp í grillinu og deginum fagnað. Grímur Hergeirsson, aðstoðarlögreglustjóri og aðstoðarþjálfari mætir og peppar mannskapinn kl 18:30, mætið því tímanlega! Þjálfarafundur verður svo í Selinu, hálftíma fyrir leik, kl 19:30, eins og alltaf.

Rjúkandi kaffi í sjoppunni. Handbolti og góð skemmtun í fyrirrúmi. Áfram Selfoss!