Hildur Helga með met í sleggju

hildur-helga-einarsdottir
hildur-helga-einarsdottir

Selfyssingurinn Hildur Helga Einarsdóttir setti HSK-met í 14 ára  flokki á stökk- og kastmóti Umf. Selfoss á dögunum. Þar kastaði hún 4 kg sleggju 22,30 metra og bætti 11 ára gamalt HSK-met Landeyjarsnótarinnar Bryndísar Láru Hrafnkelsdóttur, núverandi markvarðar ÍBV í knattspyrnu, um rúma sjö metra. Gamla metið var 15,20 metrar.