Hitað upp fyrir EM - 9. hluti

Fimleikar_Eva
Fimleikar_Eva

Evrópumótið í hópfimleikum sem fram fer á Íslandi hefst í dag. Níu þátttakendur uppaldir hjá Fimleikadeild Selfoss munu keppa með landsliðum Íslands í mismunandi flokkum. Mótið er einstakur viðburður í íþróttasögu Íslendinga en það verður sett með glæsilegri opnunarhátíð miðvikudaginn 15. október klukkan 17:00 í Frjálsíþrótthöllinni í Laugardal.

Við hitum upp fyrir mótið með viðtölum við landsliðsfólk Selfyssinga sem birtast hér á vef Umf. Selfoss á hverjum degi fram að móti.

Níunda í röðinni er Eva Grímsdóttir sem keppir með kvennaliði Íslands í flokki fullorðinna.

Eva er fædd 1995 og eru foreldrar hennar Grímur Hergeirsson og Björk Steindórsdóttir.

Fyrirmynd: Það er pabbi minn.

Atrenna á trampólíni? 25.30 metrar.

Uppáhaldsmorgunmatur: Hafragrautur.

Markmið á EM: Gera mitt besta í því hlutverki sem ég verð sett í.

Eftirminnilegasta fimleikamótið? Það er klárlega Evrópumótið 2012 með stúlknalandsliði Íslands þegar  við unnum Evrópumeistaratitilinn.

Helsta afrek í fimleikum: Það er Evrópumeistaratitill 2012 og að komast inn í lokahóp kvennalandsliðsins fyrir Evrópumótið 2014.

Við óskum Evu góðs gengis á Evrópumótinu.

Við hvetjum ykkur að sjálfsögðu að næla ykkur í miða á Midi.is og veita afreksíþróttamönnum okkar stuðning beint í æð með því að mæta í Laugardalinn og styðja landsliðin okkar.

ÁFRAM ÍSLAND!


Fyrri kynningar:

Eysteinn Máni Oddsson

Alma Rún Baldursdóttir

Konráð Oddgeir Jóhannsson

Nadía Björt Hafsteinsdóttir

Rikharð Atli Oddsson

Rakel Nathalie Kristinsdóttir

Aron Bragason

Hugrún Hlín Gunnarsdóttir