Hrafnhildur fyrirliði og Erna skoraði

ksi-merki
ksi-merki

Landslið Íslands U19 kvenna lék tvo leiki gegn Færeyjum um seinustu helgi. Þrír leikmenn Selfoss léku með liðinu þ.e. þær Erna Guðjónsdóttir, Heiðdís Sigurjónsdóttir og Hrafnhildur Hauksdóttir.

Hrafnhildur var fyrirliði landsliðsins í leikjunum sem unnust báðir. Fyrri leikurinn 5-0 og sá síðari 6-1 þar sem Erna jafnaði fyrir Ísland.

Leikirnir voru liður í undirbúningi liðsins fyrir milliriðla EM sem fram fara í Frakklandi í byrjun apríl.

Gumma æfði með A-landsliðinu

Á sama tíma æfði Guðmunda Brynja Óladóttir með A-landsliði kvenna sem undirbýr sig af kappi fyrir Algarve-mótið sem fram fer í byrjun mars.