Hrafnhildur Hanna markahæst með landsliðinu

Hanna og Guðmundur Handboltalandslið stærri
Hanna og Guðmundur Handboltalandslið stærri

Íslensku landsliðin í handbolta mættu Svartfellingum í Laugardalshöll í gær.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst leikmanna Íslands þegar liðið gerði jafntefli við Svartfjallaland í seinni leik liðanna í umspili um sæti á HM kvenna sem fram fer Danmörku í desember. Hanna skoraði fimm mörk í leiknum sem endaði 19-19 en liðið er úr leik eftir tap í fyrri leik liðanna.

Selfyssingurinn Guðmundur Árni Ólafsson átti einnig skínandi leik og skoraði fjögur mörk fyrir karlalandslið Íslands sem lagði Svartfellinga 34-22 og tryggði sér sæti á EM í janúar á næsta ári.

Nánar er fjallað um leikina og framistöðu Selfyssinga á vef Sunnlenska.is.

---

Hrafnhildur Hanna og Guðmundur Árni fulltrúar Selfoss með A-landsliðum Íslands í gær.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Örn Þrastarson