HSK/Selfoss bikarmeistari 15 ára og yngri

Frjálsar - HSK bikarmeistari U15 2021 (5)
Frjálsar - HSK bikarmeistari U15 2021 (5)

Síðastliðinn laugardag fór bikarkeppni 15 ára og yngri fram í Hafnarfirði. Bikarkeppni er alltaf ótrúlega skemmtileg þar sem áherslan er á liðið og ekki eru veitt einstaklingsverðlaun, aðeins einn keppir fyrir hvert félag í hverri grein, hvert stig skiptir máli og allt getur gerst.

HSK sendi tvö öflug lið til keppni. A-liðið gerði sér lítið fyrir og sigraði mótið með yfirburðum og B-liðið varð í þriðja sæti í heildarstigakeppninni. Í strákakeppninni höfðum við mikla yfirburði, þar urðum við í fyrsta og öðru sæti í stigakeppninni og skemmst frá því að segja að strákarnir í A-liðinu unnu allar greinar keppninnar nema eina þar sem B-liðs maður HSK sigraði.

Keppnin var töluvert jafnari hjá stelpunum. A-liðið endaði í öðru sæti rétt á eftir fyrsta sætinu eftir hörku keppni. B-liðið endaði í fjórða sæti en það náði að stríða A-liðinu aðeins og vera ofar í þremur greinum.

Keppendur okkar voru greinilega orðnir mjög þyrstir í að keppa og voru nánast allir að bæta sinn árangur. Eitt Íslandsmet var sett á mótinu og það gerði Hjálmar Vilhelm Rúnarsson þegar hann bætti met Teits Arnar Einarssonar í spjótkasti í flokki 13 ára með 600 gr spjóti en hann kastaði 46,02m.

Nánar er fjallað um keppnina á vef FRÍ

Þegar heim var komið bauð Kaffi Krús liðinu í pitsaveislu, vel gert Kaffi Krús.

þi

---

Glæsilegur árangur hjá liðum HSK.
Ljósmynd: Umf. Selfoss