Ísak færður stuðningur í baráttunni

Fyrir hönd meistaraflokka Selfoss í handknattleik færðu þau Katla Björg og Richard Sæþór, Ísak Eldjárni gjöf frá liðunum eftir að okkur barst áskorun frá vinum okkar í knattspyrnudeild Selfoss.
 
Ísak Eldjárn Tómasson er ungur Selfyssingur sem háir nú baráttu við krabbamein. Krabbameinið sem sem um ræðir er sjaldgæft en um er að ræða eitilfrumukrabbamein en einungis 2-3% þeirra sem greinast með það greinast með þessa tilteknu tegund.
 
Í baráttu sem þessari eru fjárhagsáhyggjur það síðasta sem Ísak og hans fjölskylda á að þurfa að hugsa um. Meistaraflokkar karla og kvenna ásamt stjórn Handknattleiksdeildar lögðu saman og styrktu Ísak um 160.000 krónur.
 
Fyrir þá sem vilja leggja Ísak og fjölskyldu lið í baráttunni látum við fylgja með reikningsupplýsingar. Reikningurinn er í nafni móður Ísaks, Stefaníu.
 
Reikningsupplýsingar: 0370-22-048343
kt: 160973 4129
 
Við sendum áskorun á ykkur öll að hjálpa þessari ungu fjölskyldu í baráttunni.