Íslandsbanki áfram stoltur styrktaraðili Fimleikadeildar Selfoss

Í lok október síðastliðinn undirrituðu Fimleikadeild Selfoss og Íslandsbanki saming um endurnýjun á styrktarsamningi. Íslandsbanki hefur stutt við Fimleikadeild Selfoss síðastliðinn ár og er einn af helstu styrktaraðilum deildarinnar.

Styrktaraðilar eru gríðarlega mikilvægir fyrir allt ungmennastarf og er Fimleikadeild Selfoss afar þakklát fyrir áframhaldandi stuðning Íslandsbanka og þá viðurkenningu sem styrktarsamningur sem þessi er fyrir íþrótta- og ungmennastarf deildarinnar.

Samningurinn var undirritaður hátíðlega í íþróttahúsinu Baulu þann 26. október síðast liðinn. Samninginn undirrituðu, formaður Fimleikadeildar Selfoss Andrea Ýr Grímsdóttir fyrir hönd deildarinnar og Guðbjörg Svava Sigþórsdóttir fyrir hönd Íslandsbanka. Stúlkur úr meistaraflokki og 1. flokki kvenna stylltu sér upp við tilefnið.

Fimleikadeild Selfoss vill þakka Íslandsbanka innilega fyrir stuðningin með von um áframhaldandi samstarf.

Áfram Selfoss

Andrea Ýr formaður Fimleikadeildar Selfoss og Guðbjörg Svava frá Íslandsbanka handsala samninginn. Mynd/Christine Gísladóttir

Stúlkur úr meistaraflokki og 1. flokki. Mynd/Christine Gísladóttir

Hópurinn ásamt hluta af stjórn Fimleikadeildar Selfoss. Berglind Elíasdóttir, Fjóla María Helgadóttir og Andrea Ýr Grímsdóttir ásamt Guðbjörgu Svövu frá Íslandsbanka. Mynd/ Christine Gísladóttir.