Íslandsmet í 60 metra grindahlaupi

Kolbeinn, Hákon og Viktor
Kolbeinn, Hákon og Viktor

Silfurleikar ÍR voru haldnir í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal, laugardaginn 15 nóv.  Skemmst er frá því að segja að Selfosskrakkarnir stóðu sig mjög vel og voru áberandi á vellinum.  Samtals unnu þau til 7 gullverðlauna, 7 silfurverðlauna og 3 bronsverðlauna. Mikið metaregn var á mótinu og settu þau 1 íslandsmet, 3 HSK met og fjöldan allan af persónulegum metum.

Besta afrekið hjá okkar krökkum er þó án efa íslandsmet Hákons Birkirs Grétarssonar 12 ára í 60m grindahlaupi á 10,08 sek en hann varð í þriðja sæti í 13 ára flokki.

HSK met

Sigrún Tinna Björnsdóttir, 11 ára, bætti metið í 600 m hlaupi um 1 sekúndu.

Hákon Birkir Grétarsson, 12 ára, bætti metið í 60m grindahlaupi um heilar 2 sekúndur (sem er mjög mikið í svo stuttu hlaupi) og í kúluvarpi um 20 cm.

Gullverðlaun.

Eva María Baldursdóttir, 11 ára, stökk 1,33m í hástökki og 9,02m í þrístökki.

Hildur Helga Einarsdóttir, 12 ára, kastaði 10,22m í kúluvarpi..

Hákon Birkir Grétarsson, 12 ára, kastaði 10,75m í kúluvarpi og 1,53m í hástökki.

Kolbeinn Loftsson, 12 ára, hljóp á 8,58 sek í 60m hlaupi og stökk 10,01m í þrístökki

Silfurverðlaun

Sigrún Tinna Björnsdóttir, 11 ára, hljóp á 8,97 sek í 60 m hlaupi og á 1:58,61 mín í 600m hlaupi

Hjalti Snær Helgason, 11 ára, kastaði 8,52m í kúluvarpi.

Bríet Bragadóttir, 12 ára, hlóp 60m á 8,83 sek.

Kolbeinn Loftsson, 12 ára, kastaði 10,52m í kúluvarpi og stökk 1,43m í hástökki

Hákon Birkir Grétarsson, 12 ára, hlóp 60m hlaup á 8,60sek

Bronsverðlaun

Hákon Birkir Grétarsson, 12 ára, hljóp á 10,08 sek í 60m grindahlaupi og stökk 9,33m í þrístökki

Dagur Fannar Einarsson, 12 ára, hljóp 600m hlaup á 1:54,60mín (umf.Vaka)

 

Persónuleg met (birt beint úr forriti mótsins)

Árangur / nafn / fæðingarár / félag / grein / flokkur / árangur inni / árangur úti

1,33 Eva María Baldursdóttir 2003 SELFOSS Hástökk stúlkna 11 ára 1,32ú 1,32ú

9,02 Eva María Baldursdóttir 2003 SELFOSS Þrístökk stúlkna 11 ára 8,57ú 8,57ú

1,28 Sigrún Tinna Björnsdóttir 2003 SELFOSS Hástökk stúlkna 11 ára 1,25ú 1,25ú

8,52 Hjalti Snær Helgason 2003 SELFOSS Kúluvarp (2,0 kg) pilta 11 ára 8,42ú 8,42ú

8,46 Hjalti Snær Helgason 2003 SELFOSS Þrístökk pilta 11 ára 8,15ú 8,15ú

7,05 Unnsteinn Reynisson 2003 VAKA Kúluvarp (2,0 kg) pilta 11 ára 6,61ú 6,61ú

7,41 Bríet Bragadóttir 2002 SELFOSS Kúluvarp (2,0 kg) stúlkna 12 ára 7,20 7,20

12,52 Hildur Helga Einarsdóttir 2002 SELFOSS 60m grind stúlkna 12 ára 12,75

1,23 Helena Ágústsdóttir 2002 SELFOSS Hástökk stúlkna 12 ára 1,17

1,23 Unnur María Ingvarsdóttir 2002 SELFOSS Hástökk stúlkna 12 ára 1,20ú 1,20ú

1,53 Hákon Birkir Grétarsson 2002 SELFOSS Hástökk pilta 12 ára 1,51 1,48ú

10,75 Hákon Birkir Grétarsson 2002 SELFOSS Kúluvarp (3,0 kg) pilta 12 ára 10,47 10,47

9,33 Hákon Birkir Grétarsson 2002 SELFOSS Þrístökk pilta 12 ára 7,99

10,08 Hákon Birkir Grétarsson 2002 SELFOSS 60m grind 10,89

10,52 Kolbeinn Loftsson 2002 SELFOSS Kúluvarp (3,0 kg) pilta 12 ára 9,64 9,64

10,01 Kolbeinn Loftsson 2002 SELFOSS Þrístökk pilta 12 ára 9,92 9,92

10,57 Kolbeinn Loftsson 2002 SELFOSS 60m grind pilta 12 ára 11,65

7,68 Dagur Fannar Einarsson 2002 VAKA Kúluvarp (3,0 kg) pilta 12 ára 7,42ú 7,42ú

9,01 Natalía Rut Einarsdóttir 2001 SELFOSS Þrístökk stúlkna 13 ára 8,88 8,83ú(v)