Íþrótta- og útivistarklúbburinn hefst mánudaginn 11. júní

Íþrótta- og útivistarklúbburinn, sem er fyrir börn fædd 2002-2007, verður starfræktur á vegum Umf. Selfoss í sumar eins og undanfarin sumur. Klúbburinn býður upp á fjölbreytt og skemmtileg sumarnámskeið fyrir hressa krakka.

Markmið námskeiðanna í klúbbnum er fjölbreytileiki og skemmtileg hreyfing með mikilli útiveru og íþróttum í góðum félagsskap. Hægt er að velja hálfan dag eða heilan, fyrir eða eftir hádegi. Hvert námskeið stendur í tvær vikur og verða fjögur námskeið yfir sumarið.

Fyrsta námskeiðið hefst mánudaginn 11. júní.

Námskeið 1: 11. - 22. júní
Námskeið 2: 25. júní - 6. júlí
Námskeið 3: 9. - 20. júlí
Námskeið 4: 23. júlí -3. ágúst.

Skráning er í netfangið sumarnamskeidumfs@gmail.com eða við upphaf fyrsta dags námskeiðs.

Nánari upplýsingar um námskeiðin má finna á heimasíðu Umf. Selfoss: 
www.umfs.is/sumarnamskeid-2012.