Jafntefli gegn HK

Hanna-2
Hanna-2

Stelpurnar gerðu jafntefli gegn HK-stelpum í Hleðsluhöllin í kvöld, 27-27, eftir háspenuuleik undir lokin.

Selfoss byrjaði leikinn betur og náði mest þriggja marka forystu í fyrri hálfleik en HK kom til baka og var með tveggja marka forskot í hálfleik, 15-17. HK byrjaði seinni hálfleik mun betur og varð munurinn mestur fimm mörk þegar um tíu mínútur voru til leiksloka. Þá mætti Hrafnhildur Hanna til leiks og skoraði 6 af síðustu 9 mörkum Selfoss. HK-stelpur náðu aftur forskoti þegar aðeins var tæp mínúta eftir af leiknum, 26-27. Hulda Dís skoraði svo úr síðustu sókn Selfoss og tryggði jafntefli, 27-27.

Selfoss áfram í botnsætinu með 4 stig eftir 10 umferðir.

Mörk Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 11/5, Perla Ruth Albertsdóttir 6, Kristrún Steinþórsdóttir 2, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 2, Rakel Guðjónsdóttir 2, Þuríður Guðjónsdóttir 1, Hulda Dís Þrastardóttir 1, Sarah Boye Sörensen 1.

Varin skot: Katrín Ósk Magnúsdóttir 8 (25%).

Nánar er fjallað um leikinn á Mbl.is og Vísir.is. Leikskýrslu má sjá hér.

Nú er Olísdeild kvenna komin í jólafrí og næsti leikur ekki fyrr en eftir áramót. 
____________________________________
Mynd: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst með 11 mörk í kvöld.
Umf. Selfoss / JÁE