JC framlengir við Selfyssinga

knattspyrna-jc-mack
knattspyrna-jc-mack

Knattspyrnudeild Selfoss samdi í dag við vængmanninn James Mack III og framlengdi hann samning sinn við deildina um eitt ár.

Mack, eða JC eins og hann er kallaður, var markahæstur og stoðsendingahæstur hjá Selfossliðinu í Inkasso-deildinni í sumar. Hann skoraði átta mörk í deild og bikar og lagði upp sjö.

Hann er 28 ára gamall, öflugur sóknarmaður eins og tölurnar sýna, en einnig duglegur varnarmaður.

Nánar er rætt við JC og Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari meistaraflokks, á vef Sunnlenska.is.