Keppendur frá Judodeild kepptu á Vormóti JSÍ, yngri en 21 árs.

Níu keppendur frá Judodeild Selfoss kepptu á Vormóti JSÍ yngri en 21 árs. Um 40 keppendur frá 6 félögum, keppendur frá Selfossi fengu eitt gull, fjögur silfur og þrjú brons.

Þjálfarar með hópnum voru Úlfur Böðvarsson og Egill Blöndal, Hörður Hreiðarsson var farastjóri.

Mörg glæsileg köst og fastatök sáust á mótinu. Mest spennandi flokkurinn var -66kg hjá Fannari í U18 og U21. Fannar náði að krækja í brons í U18 eftir að tapa undanúrslitum á fastataki. Hann kom svo tvíefldur og sigraði U21 örugglega.

Önnur verðlaun Selfyssinga á mótinu hlutu:

Jónas Gíslason U13 -42 4.sæti

Óðinn Ingason U15 -46 2.sæt

Ólafía Christensen -63kg U18 2.sæti

Sveinbjörn Ólafsson 55kg U15 4.sæti

Fannar Þór Júlíusson U18 -66 3.sæti

Haukur Harðarson -73 U18 2.sæti

Valur Harðarson -73 U18 3.sæti

Otto Ólafsson -81kg U18 3.sæti

Styrmir Hjaltason -81kg U18 2.sæti

Fannar Þór Júlíusson U21 -66 1.sæti