Knattspyrnudeild gerði nýjan samning við Vífilfell

Knattspyrnudeild Umf. Selfoss og Vífilfell undirrituðu sl. mánudag nýjan samstarfssamning sem gildir til þriggja ára. Með honum verður Vífilfell áfram einn af stærri styrktaraðilum knattspyrnunnar á Selfossi. Þess má geta að Vífilfell og knattspyrnudeildin hafa átt gott og farsælt samstarf í meira en fimm ár.
-sm/ög

Mynd: Sólrún L. Þórðardóttir, frá Vífilfelli, og Sveinbjörn Másson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Selfoss, handsala nýjan samstarfssamning.