Kristrún og Hrafnhildur Hanna léku með u18 landsliðinu

Þær Kristrún Steinþórsdóttir og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir frá Selfossi léku með u18 ára landsliði Íslands á Opna Evrópumótinu sem fram fór í Gautaborg dagana 2.-6. júlí sl. Þær voru báðar í byrjunarliði Íslands og skiluðu sínu vel. Ísland lék í riðli með Ítalíu, Rúmeníu og Þýskalandi. Liðið hafnaði að lokum í 10. sæti á mótinu.

Stelpunum langar að koma á framfæri þökkum til fyrirtækja á Selfossi sem styrktu þær í þessu verkefni. Þessi fyrirtæki voru: SS, Baldvin og Þorvaldur, TRS, Húsasmiðjan, Veróna, Karl úrsmiður, Lindin, Tannlæknastofa Sigríðar Sverrisdóttur og BYKO.