Landsliðsfréttir - 10 Selfyssingar valdir

Framundan í þessari viku eru æfingar og leikir hjá kvennalandsliðum Íslands. Við Selfyssingar eigum 10 fulltrúa sem eru að taka þátt í þessum landsliðsverkefnum.

Katla María Magnúsdóttir og Perla Ruth Albertsdóttir eru með A-landsliði Íslands sem komu saman síðastliðinn laugardag og eru við æfingar fram að tveimur leikjum í vikunni. Á miðvikudag leikur liðið gegn Lúxemborg og hefst leikurinn klukkan 19:30 og frítt er inn í boði Boozt. Einnig verður leikurinn sýndur á RÚV2. Liðið heldur svo til Færeyja og leikur þar gegn heimakonum á sunnudaginn. Hefst leikurinn klukkan 14:00.

Í U-20 ára landslið kvenna eru Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir og Tinna Sigurrós Traustadóttir.

Í U-18 ára landsliði kvenna eru Adela Eyrún Jóhannsdóttir, Ágústa Tanja Jóhannsdóttir og Hulda Hrönn Bragadóttir.

Í U-16 ára landsliði kvenna er Inga Dís Axelsdóttir.

Í U-15 ára landsliði kvenna eru Eva Lind Tyrfingsdóttir og Lilja Ósk Eiríksdóttir.

Öll unglingalandsliðin eru við æfingar dagana 11. - 15. október.

Við óskum öllum innilega til hamingju með valið og góðs gengis á landsliðsæfingum. Framtíðin er svo sannarlega björt.

Áfram Selfoss!