Langþráður sigur í Grilldeildinni

Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir
Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir

Stelpurnar lögðu Víking í Grill 66 deild kvenna í dag, 25-23.

Stelpurnar mættu einbeittar til leiks og tóku frumkvæðið strax í upphafi. Þær komust fljótt  tveimur mörkum yfir og juku það síðan í fjögur mörk, 12-8. Víkingsstúlkur náður að minnka muninn niður í þrjú mörk fyrir hálfleik, 13-10. Víkingur mætti sterkari til leiks í seinni hálfleik og skoruðu fyrstu tvö mörkin og náðu að minnka muninn niður í eitt mark, 13-12. Þá tóku Selfyssingar aftur við sér og gáfu í, skoruðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 17-12. Þetta forskot náðu gestirnir ekki að brúa og eftir æsispennandi lokamínútur var tveggja marka sigur Selfyssinga staðreynd, 25-23. Fyrsti sigur hjá stelpnum síðan í janúar og var hann langþráður.

Mörk Selfoss: Arna Kristín Einarsdóttir 8, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 6, Tinna Sigurrós Traustadóttir 4, Ivana Raickovic 2, Rakel Guðjónsdóttir 2, Agnes Sigurðardóttir 1, Elín Krista Sigurðardóttir 1, Katla Björg Ómarsdóttir 1.

Varin skot: Lena Ósk Jónsdóttir 9 (28%)

Næsti leikur stúlknanna er gegn Gróttu eftir slétta viku, í heimili Hleðslunnar.


Mynd: Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir var öflug í leiknum í dag, bæði í vörn og sókn.
Sunnlenska.is / GK