Leikja- og júdónámskeið Selfoss

Júdó - Teikning
Júdó - Teikning

Júdódeild Selfoss býður í sumar upp á fjölbreytt námskeið þar sem blandað er saman skemmtilegum leikjum, styrktaræfingum og farið yfir grunnatriði í júdó.

Júdó eykur þol, fimi, styrk og eflir sjálfstraust. Hentar bæði fyrir byrjendur og þá sem hafa verið í júdó áður, bæði stráka og stelpur.

Hvert námskeið eru fjórir dagar, frá mánudegi til fimmtudags. Námskeiðið fer fram í júdósalnum í Sandvíkurskóla (beint á móti Sundhöll Selfoss). Vikunámskeið kostar kr. 4.000.

Þjálfari Einar Ottó Antonsson íþróttafræðingur og 1 kyu.

Boðið er upp á þrjá mismunandi aldurshópa

Börn fædd 2014-2015
Mánudaga-fimmtudaga kl. 8:00-9:00

Börn fædd 2011-2013
Mánudaga-fimmtudaga kl. 9:15-10:15

Börn fædd 2008-2010
Mánudaga-fimmtudaga kl. 10:30-11:30

Boðið er upp á þrjár mismunandi dagsetningar

1. námskeið - 21. júní - 24. júní

2. námskeið - 28. júní - 1. júlí

3. námskeið - 5. júlí - 8. júlí

Skráning og nánari upplýsingar á judoselfoss@gmail.com eða í síma 862 2201.