Lokanámskeið Íþrótta- og útivistarklúbbsins hefst á mánudag

Íþrótta- og útivistarklúbbur 2013
Íþrótta- og útivistarklúbbur 2013

Á morgun lýkur þriðja námskeiðinu í Íþrótta- og útivistarklúbbnum með glæsilegri ferð til Vestmannaeyja. Siglt verður með Herjólfi frá Landeyjahöfn. Í Vestmannaeyjum verður farið í göngutúr og sund en svo tekur við hefðbundinni grillveislu áður en haldið verður heim á leið.

Mánudaginn 22. júlí hefst lokanámskeið klúbbsins en eins og áður er lögð áhersla á fjölbreytileika og skemmtilega hreyfingu með mikilli útiveru og íþróttum í góðum félagsskap. Að sögn Más Ingólfs umsjónarmanns klúbbsins hafa þátttakendur á námskeiðunum verið afar ánægðir og skemmt sér vel í allt sumar þrátt fyrir risjótt veðurfar.

Ronaldo námskeiðið er í fullum gangi hjá knattspyrnudeildinni á Selfossvelli og er vakin athygli á að hægt er að skrá sig til leiks nú þegar seinni vikan hefst.