Lyftingadeild Umf. Selfoss endurvakin

lyftingar-stofnfundur-2017
lyftingar-stofnfundur-2017

Stofnfundur lyftingadeildar Ungmennafélags Selfoss fór fram í félagsheimilinu Tíbrá miðvikudaginn þriðjudaginn 24. janúar 2017.

Á fundinum var fimm manna stjórn deildarinnar kjörin þar sem formaður er Árni Steinarsson, gjaldkeri er Örvar Arnarson, ritari er Ólafur Oddur Sigurðsson og meðstjórnendur eru Adam Þorsteinsson og Gísli Rafn Gylfason.

Mikill hugur er í nýkjörinni stjórn og er þegar farið að huga að þátttöku keppenda Umf. Selfoss á mótum á vegum Lyftingasambands Íslands og Kraftlyftingasambands Íslands. Æfingaaðstaða lyftingadeildar Selfoss verður til húsa að Eyrarvegi 33. Deildin stendur fyrir æfingum í ólympískum lyftingum alla miðvikudaga og mun hefja skipulagðar æfingar í kraftlyftingum innan skamms.

---

Stjórn deildarinnar f.v. Ólafur Oddur, Gísli Rafn, Örvar, Árni og Adam ásamt Guðmundi Kr. Jónssyni formanni Umf. Selfoss.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Gissur Jónsson