Magdalena Annar framlengir við Selfoss

3EF6174E-9522-4F12-9C8E-602E8F086274
3EF6174E-9522-4F12-9C8E-602E8F086274

Magdalena Reimus skrifaði í dag undir nýjan, tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss.

Magdalena, sem er 25 ára, kom til Selfoss frá uppeldisfélagi sínu, Hetti á Egilsstöðum, fyrir tímabilið 2015 og hefur síðan leikið 119 leiki fyrir Selfoss í deild og bikar og skorað í þeim 30 mörk.

Kvennalið Selfoss var í 3. sæti í Pepsi Max deildarinnar og var komið í undanúrslit bikarkeppninnar þegar mót sumarsins voru blásin af.

„Það eru frábærar fréttir fyrir Selfoss að Magda hafi framlengt samninginn sinn. Hún er einn af máttarstólpum liðsins og hefur reynst okkur ótrúlega vel síðustu ár,“ segir Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Selfoss. „Hún getur spilað nánast allar stöður og það er gríðarlega sterkt fyrir okkur að hafa hana áfram í okkar liði.“

Á myndinni er Magda á nýja gervigrasinu á Selfossi í dag.