Markalaust gegn Gróttu

Selfoss_merki_nytt
Selfoss_merki_nytt

Selfyssingar gerðu markalaust jafntefli á útivelli gegn Gróttu níundu umferð 1. deildar sem fram fór í gær. Liðið er því áfram í 10. sæti deildarinnar með níu stig, fjórum stigum frá fallsæti.

Leikurinn var afspyrnu bragðdaufur og einkenndist leikur beggja liða af því að hvorugt vildi tapa. Selfoss hefur því ekki skorað mark í deildinni síðan 11. júní og eru liðnar 290 mínútur frá síðasta marki.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Myndaveislu úr leiknum má finna á vefnum Fótbolti.net.

Zoran og strákarnir okkar hafa góðan tíma núna til að finna út úr þessu en næsti leikur liðsins er gegn Þór á Akureyri þriðjudaginn 7. júlí.